Upphaf þessara verka má rekja til fréttar þann 17. 10. 2006 um veitingu viðbótar kvóta á langreyði og hrefnu, úthlutað af Sjávarútvegsráðherra landsins. Myndirnar eru hugsaðar sem einskonar minningargreinar eða grafskrift um þessar langreyðar sem í vísindaskyni voru skotnar og dregnar á sporði til skurðar í Hvalfirði. Erum við með rangar áherslur varðandi nýtingu á hvalnum? Það ekki eins og verið sé að brauðfæða hinn sár þjáða hungraða heim með afurðunum sem af hvölunum koma. Eitt verðum við þó alltaf að muna – við erum ekki einu lífverurnar á jörðinni. Við deilum henni með milljörðum af lífverum og ættum að bera virðingu fyrir öllu því lífi sem þar er. Hvalir eru stórfengleg dýr og hafa glatt Íslendinga öldum saman. Getur verið að það sé hagnaður af hvalveiðum sem skiptir máli? Er þá hagnaður af komu ferðamanna gagngert til að skoða hvali tekinn með í reikninginn? Eða er það kannski „frumbyggja réttur“ okkar Íslendinga að veiða hvali þó ekki sé það stór þáttur af íslenskri matar menningu og ekki miklar hefðir í kringum neyslu þess? Skoða þarf stóru myndina og draga svo ályktanir út frá henni.Á þessari síðuðu má sjá nokkrar af mínum stóru máluðu myndum ásamt ljósmyndum teknar við hvalskurð í Hvalfirði.