Einkaeign
Einkaeign
Black Ghost, eftir Herbert Welch er ein allra þekktasta straumfluga sem hönnuð hefur verið. Hún var upphaflega hönnuð um árið 1919 en upp úr 1927 varð hún svo gott sem fastur póstur í fluguboxum amerískra veiðimanna. Upphaflega var Black Ghost hnýtt á legglangan straumflugu krók með fjaðurvæng. Teknar eru tvær hvítar hanafjaðrir og tvö “augu” af frumskógarhana. Í gegnum árin hafa mörg afbrigði af Black Ghost litið dagsins ljós. Með tilkomu nýrra efna, nýrra króka og aukins hugmyndaflugs fluguhnýtara hefur hönnun flugunar breyst en megin reglan er þó nánast alltaf sú sama. Svartur búkur, gult skott og kragi. Hvítur vængur. (Eiður Kristjánsson)