Blautflugan, upphaflega kölluð Moon’s Fly eftir kjötkaupmanninum Moon, var þróuð af John Jewhurst og endurnefnd Butcher af William Blacker um 1838 – líklega sem sniðug markaðsbrella. Hún varð fljótt mjög vinsæl silungsfluga. Nafnið, litirnir og skrautið voru tengd kjötkaupamanninum – rauður sem blóð, silfur sem hnífur og blár sem svunta. Þekkt afbrigði eins og Bloody Butcher og Kingfisher Butcher hafa einnig staðist tímans tönn.