Black Gnat er eins ensk og þær geta orðið og trúlega einhver elsta fluga sem einhverjar áræðanlegar heimildir eru fyrir. Þessi þurrfluga kom fram á sjónarsviðið rétt fyrir 1800 og hefur verið ofarlega í boxum veiðimanna síðan. Jafnvel þótt sú fluga sem hún átti upphaflega að líkja eftir, Bibio Johannes, finnist ekki á Íslandi, þá stendur þessi fluga uppi sem ein útbreiddasta þurrfluga í silungs- og laxveiði á Íslandi. Eins og um svo margar þurrflugur hefur upprunalega hráefnið vikið fyrir nýrri efnum, en alltaf stendur flugan sjálf fyrir sínu.