Hugmyndin að þessari flugu kom fram fyrir um 30 árum síðan hjá Kára Ölverssyni. Fljótlega var flugan þó einfölduð og létt mikið og varð nær þeirri mynd sem hún er í dag. Flestir veiðimenn eru með þessa flugu í sínu boxi, enda flugan gjöful með einsdæmum. Flestir eru trúir upprunalega litnum í skottinu, en til eru þeir sem vilja eiga hana líka með gulu skotti, jafnvel úr UV marabou, svona til vonar og vara ef urriðanum tekur að leiðast sú hefðbundna. Hér er Gullið málað í upprunalegri mynd.