Langskeggur er ein þeirra flugna sem ber nafn með réttu. Skegg flugunnar er mjög langt og vel umfram það sem öll púpu- og votflugufræði segja hnýturum. En það hefur alls ekki komið niður á veiðni þessarar flugu, nema síður sé. Frá því Örn Hjálmarsson kom fram með þessa flugu hefur hún fært veiðimönnum ómældar ánægjustundir á bakkanum.