Höfundur flugunnar er að öllum líkindum Major William Greer Turle frá Newton Stacey, Stockbridge. Upprunalega skýrði Turle fluguna "Lady of the Lake" þegar hún kom fram á sjónarsviðið í byrjun sjöunda áratugs 19 aldar (1860-1863). Það var svo þegar Alexandra, dóttir Kristjáns IX Danakonungs, giftist Albert Edward prins af Wales árið 1863 að Turle endurnefndi þessa flugu og tileinkaði hana Alexöndru prinsessu af Wales. Alla tíð hefur þessi fluga verið með vinsælli votflugum og skyldi engan undra því hún hefur verið og er einstaklega fengsæl. Raunar svo fengsæl að í byrjun 20 aldar var hún víða bönnuð í ám og vötnum Bretlandseyja. (Kristján Friðriksson)