Peter Deane hannaði fluguna Black Eyed Prawn á sjöunda áratug síðustu aldar. Flugan þróaðist með árunum í þá flugu sem við þekkjum, Frances. Flugan var afar umdeild og er jafnvel enn. Enn eru til veiðimenn sem setja Frances aldrei undir þar sem þeir telja „Frances ekki vera flugu“. Hvað sem öllum fordómum líður þá er Frances einhver algjöfulasta laxafluga hér á landi. Bæði er það það að flugan er feyki góð en einnig eru margir firskar skráðir á hana vegna þess að hún er mikið notuð. Frances er hnýtt í mörgum stærðum, útfærslum og litum. Rauð Frances er að öllu jöfnu talin sú besta. Frances með kúlu kom fyrst fram á sjónarsviðið fyrir nokkrum árum, sló strax í gegn og er orðin en af vinsælustu veiðiflugum landsins. Málverk mitt sem er 90x90cm er af rauðum Frances, Micro Tungsten Gold keiluhaus.