Einkaeign
Einkaeign
Nobblerar eru til í fjölmörgum útfærslum og litum. Áður fyrr voru þessar flugur hnýttar á mjög legglanga straumfluguöngla en síðustu árin er Nobbler vinsælli hnýttur á styttri krók og gjarnan vafinn með Grizzly fjöðrum (bekkjóttum). Þessi útfærsla Nobbler er oft kennd við stórveiðimanninn og fluguhnýtarann Stefán Hjaltested. Nobbler er hnýttur í mörgum litum en einhvernvegin er sá svarti alltaf vinsælastur. Svartur Nobbler er sérlega góður í urriða og sjóbirting á meðan hvítir, appelsínugulir og jafnvel bleikir veiða betur staðbundna og sjógengna bleikju. (Óli, Veiðihornið)